Póst- og fjarskiptastofnun

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 18:58:41 (3239)

2000-12-12 18:58:41# 126. lþ. 46.13 fundur 194. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# (GSM-leyfi) frv. 152/2000, Frsm. meiri hluta ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[18:58]

Frsm. meiri hluta samgn. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. meiri hluta samgn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 110/1999, um Póst- og fjarskiptastofnun.

Nefndin hefur fjallað um frv. og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttir frá samgönguráðuneytinu, Pál Ásgrímsson frá Landssímanum hf. og Þórólf Árnason frá Tali hf.

Markmið frv. er að afla lagaheimildar til gjaldtöku vegna þriðja GSM 900 leyfisins. Í athugasemdum við frv. kemur fram að með þessu skuli gætt jafnræðis gagnvart þeim sem þegar hafa fengið slíkt rekstrarleyfi og þurftu á sínum tíma að greiða samsvarandi upphæð fyrir það.

Þá er tekið fram í athugasemdum við frv. að gjaldtakan sem lögð er þar til sé alveg óháð umræðu um þriðju kynslóðar farsíma og verðmæti tíðnirása.

Meiri hlutinn leggur til að frv. verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali. Þar er lagt til að við lögin bætist svohljóðandi bráðabirgðaákvæði:

,,Vegna úthlutunar tíðni til starfrækslu þriðja rekstrarleyfishafans á GSM 900 MHz þjónustu skal heimilt að taka 16.600.000 kr. gjald.``