Landmælingar og kortagerð

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 12:47:57 (3271)

2000-12-13 12:47:57# 126. lþ. 47.12 fundur 75. mál: #A landmælingar og kortagerð# (stjórn og verkefni Landmælinga Íslands) frv. 171/2000, Frsm. meiri hluta KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 126. lþ.

[12:47]

Frsm. meiri hluta umhvn. (Kristján Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er reyndar rétt að ef kalla á til ráðgjafa þá kostar það eitthvert fé. Við vitum að það er hægt að gera það með ýmsu móti en þær stjórnir sem hafa verið yfir svona stofnunum hafa reynst mjög misjafnlega. Það kom mjög fram í viðtölum við forstjóra Landmælinga að stjórnin hefði unnið mjög vel með forstjórunum og yfirfærslan gengið einstaklega vel, ekki síst vegna þess að stjórnin og forstjórinn voru samhent.

Við vitum aftur á móti að á öðrum stofnunum, sem ég ætla ekki að nefna hér, hefur ríkt mikill ófriður milli framkvæmdastjóra og stjórna. Það hefur orðið til þess að þær stofnanir hafa verið í miklu basli og ráðherrar þurft að taka sérstaklega á þeirra málum.

Þetta á náttúrlega allt sín rök og mótrök. Ég held að þegar reynsla verður komin á málið þá komi menn til með að endurskoða hvort það hafi reynst mjög stórt skref aftur á bak að setja stjórnirnar af.