Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 11:19:25 (3339)

2000-12-14 11:19:25# 126. lþ. 49.12 fundur 197. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (barnabætur) frv. 166/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[11:19]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi er það spurningin um orðanotkun, kosningaloforð, kosningastefnuskrá. Þetta voru engu að síður fyrirheit sem kjósendum voru gefin á þessum tíma, að Framsfl. mundi beita sér fyrir tilteknum breytingum í barnabótakerfinu næði (KHG: Sem hann hefur gert.) hann því að komast til áhrifa.

Síðan er það náttúrlega mat flokksins að meta hvað hann gerir sig ánægðan með. Staðreyndin er sú að ótekjutengdar barnabætur voru fyrir aðeins þremur árum um 40 þús. kr. að meðaltali fyrir hvert barn. Nú er verið að lofa því að koma með ótekjutengdar barnabætur, rúmlega 30 þús. kr., 33.500 kr. tæpar, fyrir hvert barna fram að sjö ára aldri, ekki 16 ára aldri. Þetta finnst mér ekki árangur sem menn eigi að stæra sig mikið af. Það er mín skoðun.

Staðreyndin er sú að á undangengnum árum hefur jafnt og þétt verið gengið á barnabæturnar. Þær hafa verið rýrðar jafnt og þétt. Það hefur fengist staðfest í upplýsingum frá fjmrn. að fyrir tíu árum voru þær 2.000 millj. kr. hærri að raungildi en þær eru núna og allan valdatíma Framsfl. hafa þær verið rýrðar jafnt og þétt. Okkur stjórnarandstæðingum finnst að Framsfl. geri sig ánægðan með allt of lítinn hlut miðað við þau stóru orð sem flokkurinn hafði uppi fyrir síðustu kosningar. Við erum einfaldlega að vekja athygli á þessu við 3. umr. frv.