Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 11:37:27 (3345)

2000-12-14 11:37:27# 126. lþ. 49.12 fundur 197. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (barnabætur) frv. 166/2000, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[11:37]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Málið er ákaflega skýrt. Núverandi ríkisstjórn og sú sem sat á síðasta kjörtímabili hefur styrkt stöðu fjölskyldunnar mikið á undanförnum fimm árum, meira en nokkur önnur ríkisstjórn á jafnskömmum tíma, með því að hafa fulla atvinnu og tryggja vaxandi kaupmátt undanfarin fimm ár, meiri kaupmátt en verið hefur nokkru sinni á fimm ára tímabili frá því að lýðveldið var stofnað hér á landi. Með þeim hætti tryggja menn best stöðu fjölskyldunnar og barnafólks miklu fremur en með millifærsluaðgerðum.

Það staðreynd, herra forseti, að með þessu frv. munu barnabætur auknar um 2 milljarða króna. Þeirri aukningu er þannig dreift að einstæðir foreldrar fá mest. Ég veit ekki hvað hv. þm. eru að nöldra í þessari umræðu og stöðugt að reyna að draga úr gildi þessara aðgerða.