Málefni aldraðra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 12:12:05 (3358)

2000-12-14 12:12:05# 126. lþ. 49.8 fundur 317. mál: #A málefni aldraðra# (Framkvæmdasjóður aldraðra) frv. 172/2000, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[12:12]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að endurtaka að engar grundvallarbreytingar eru í því frv. sem hér liggur fyrir. Það er beinlínis rangt að halda því fram að það séu grundvallarbreytingar, það er ekki. En ég sagði áðan að sá starfshópur sem mun skila tillögum í byrjun næsta árs hefur fengið þetta verkefni sérstaklega vegna þess að verið er að taka á þessum tengingum. Það er þá í fyrsta skipti sem það er gert vegna þess að þetta er nefskattur sem hefur verið lagður á alveg frá 1989 og á honum er engin breyting. Það er alrangt að segja að þetta sé nýr skattur sem verið er að leggja á þá einstaklinga sem hér voru tilteknir.