Jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2001

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 12:26:51 (3363)

2000-12-14 12:26:51# 126. lþ. 49.13 fundur 318. mál: #A jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2001# frv. 160/2000, Frsm. ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[12:26]

Frsm. samgn. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2001.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneytinu og Gústaf Arnar frá Póst- og fjarskiptastofnun.

Með frumvarpinu er lagt til jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2001. Í 15. gr. fjarskiptalaga, nr. 107/1999, er kveðið á um að jöfnunargjald skuli ákveðið árlega með lögum. Í frumvarpinu er lagt til að jöfnunargjaldið fyrir árið 2001 verði 0,12% af bókfærðri veltu fjarskiptafyrirtækja af almennri þjónustu. Gjaldið hefur í rauninni lækkað úr 0,18% í 0,12% og gerir frumvarpið ráð fyrir að viðmiðunarstuðullinn sem er reyndar 0,10% sé enn til grundvallar í því. Prósentuhlutfallið er fundið út með því að miða við veltu gjaldskyldra aðila á árinu 1999 og fjárþörf sjóðsins árið 2001.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.