Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 13:46:33 (3371)

2000-12-14 13:46:33# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[13:46]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Það var eiginlega af sömu ástæðu sem ég kem í ræðustólinn. Ég er alveg sannfærður um, eins og hæstv. landbrh. kallaði fram í áðan, að hann er hinn mætasti maður. Ég veit að hann er líka glöggur á tölur og áttar sig á því að um 90% dýra í sóttvarnastöðinni í Hrísey koma af suðvesturhorninu. Með þeim möguleikum sem felast í frv. sem hér er til umræðu hefði hæstv. ráðherra vald til að opna nýja sóttvarnastöð á suðvesturhorninu. Eins og ég sagði áðan þá er hann skeleggur og glöggur maður og mun eflaust stuðla að því að svo verði.