Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 14:22:07 (3385)

2000-12-14 14:22:07# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[14:22]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég lýsti því yfir áðan að ég væri ekkert fis og afgreitt mál er afgreitt. Hver umsókn verður auðvitað tekin til umfjöllunar og meðferðar á grundvelli sínum. Það eina sem ég hef sagt er að ef þetta mál verður að lögum, þá er hér opnuð leið sem menn hljóta að þræða af mikilli varúð eins og ég hef lýst út frá dýravernd og mörgum öðrum sjónarmiðum. Hvert mál verður að hafa sinn tíma og fá umfjöllun. Ég mun ekki spara að kalla til hina færustu menn til að lýsa þá leið sem þá verður vörðuð.