Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 14:25:06 (3388)

2000-12-14 14:25:06# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[14:25]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Í umræðunni hefur komið fram að flutningur dýra frá Keflavík til Hríseyjar er í raun smitleið. Það er ekki smitvarnaleið heldur smitleið og afskaplega hættuleg þó að hún hafi ekki valdið smiti hingað til.

Nú er það spurning hvort hæstv. landbrh., sem er rökhyggjumaður, þungavigtarmaður og dýravinur, geti ekki hugsað sér með hliðsjón af hagsmunum allra dýra í landinu að stöðva þessa smitleið og þar sem Reykjanes er víða óbyggt bæði af mönnum og dýrum, að finna þar stað sem uppfyllir sömu kröfur og Hrísey og veiti aðila leyfi til að reka nýja stöð sem yrði jafnvel ríkinu að kostnaðarlausu.