Sameining Landsbanka og Búnaðarbanka

Föstudaginn 15. desember 2000, kl. 16:01:10 (3441)

2000-12-15 16:01:10# 126. lþ. 50.95 fundur 214#B sameining Landsbanka og Búnaðarbanka# (umræður utan dagskrár), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 126. lþ.

[16:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Hæstv. viðskrh. hefur óskað eftir því að gefa yfirlýsingu á Alþingi. Forseti hefur fallist á það og ákveðið að um yfirlýsingu ráðherra verði umræður.

Um það er samkomulag milli forseta og formanna þingflokka að með umræðuna verði farið sem utandagskrárumræðu sem geti staðið í eina klukkustund. Ráðherra og talsmenn flokkanna hafa fimm mínútur í fyrra sinn en tvær mínútur í síðara sinn. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafi tvær mínútur eftir því sem tíminn leyfir og verður gætt jafnræðis milli þingflokkanna.