Fjáröflun til vegagerðar

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 10:31:51 (3472)

2000-12-16 10:31:51# 126. lþ. 51.10 fundur 283. mál: #A fjáröflun til vegagerðar# (þungaskattur) frv. 165/2000, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 126. lþ.

[10:31]

Frsm. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið. Það snýst fyrst og fremst um að lækka svokallað kílómetragjald þungaskatts um 10%. Það hefur verið rætt á opinberum vettvangi.

Síðan gerir nefndin þá brtt. að tekið verði upp bráðabirgðaákvæði sem fjallar fyrst og fremst um álestur á fyrsta álestrartímabili, þ.e. það millibilsástand sem getur skapast eftir að búið er að samþykkja frv.

Nefndin skrifar undir þetta, en tveir hv. þm. skrifa undir með fyrirvara og væntanlega verður gerð grein fyrir honum.