Tollalög

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 16:24:41 (3517)

2000-12-16 16:24:41# 126. lþ. 52.8 fundur 333. mál: #A tollalög# (ríkistollstjóri) frv. 155/2000, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 126. lþ.

[16:24]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. um breytingu á tollalögum og ég mæli fyrir munn meiri hluta efh.- og viðskn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn fulltrúa starfsmanna tollstjóraembættisins og Tollvarðafélagsins. Enn fremur fékk nefndin nokkrar umsagnir um málið.

En það er skemmst frá því að segja að meiri hluti nefndarinnar gerir þá tillögu að frv. verði samþykkt óbreytt.