Tekjuskattur og eignarskattur

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 18:12:15 (3532)

2000-12-16 18:12:15# 126. lþ. 52.7 fundur 264. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (söluhagnaður hlutabréfa o.fl.) frv. 149/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 126. lþ.

[18:12]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Það er eftir öðru hjá ríkisstjórninni, sem ber þá sérstaklega fyrir brjósti sem eiga mikið fjármagn, þessa forríku fjármagnseigendur, að leyfa þeim 636 einstaklingum, sem frestað hafa 20 milljörðum á söluhagnaði sl. tvö ár, að greiða söluhagnaðinn þegar hann loksins kemur til skattlagningar með 10% skatti. Það er fráleitt að standa svona að málum.