Ferill 118. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 349  —  118. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um skráningu skipa, nr. 115/1985, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Helga Jóhannesson frá samgönguráðuneytinu.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að skrá kaupskip þurrleiguskráningu þegar skilyrðum laganna um eignarráð er ekki fullnægt en aðili, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna, hefur hins vegar umráð skipsins með samningi. Tilgangur frumvarpsins er að rýmka heimildir til að skrá kaupskip á íslenska skipaskrá og leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt.
    Jón Kristjánsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Kristján L. Möller voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. nóv. 2000.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Lúðvík Bergvinsson.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Jón Bjarnason.


Guðmundur Hallvarðsson.