Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 356  —  199. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (ArnbS, ÓÖH, KPál, DrH, JBjart).



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
                  Leggja skal árlega fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári, sbr. þó 5. gr.
                  Stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra.
     2.      Við 2. gr. Við greinina bætist nýr stafliður er orðist svo:
                  a.      Á eftir orðinu „erfðafestulönd“ kemur: í dreifbýli.
     3.      Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
                   Við 13. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 81/1991, um vatnsveitur sveitarfélaga, með síðari breytingum, er heimilt að greiða framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar við vatnsveitu á vegum eigenda einstakra lögbýla. Heildarfjárhæð framlaga úr sjóðnum til framkvæmda á hverju ári skal ekki fara umfram 25 millj. kr. Stjórn Bændasamtaka Íslands gerir í lok hvers árs tillögur til félagsmálaráðuneytisins um framlög vegna einstakra framkvæmda á því ári á grundvelli reglugerðar sem ráðherra setur og annast greiðslur til framkvæmdaraðila.
     4.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
                  a.      (V.)
                     Þrátt fyrir ákvæði 23. gr. skal hámark útsvars skv. 1. mgr. 23. gr. tekjuárið 2001 vera 12,70%.
                  b.      (VI.)
                     Þrátt fyrir lokamálslið 3. mgr. 13. gr. skal stjórn Bændasamtaka Íslands skila tillögum um framlög vegna framkvæmda á árunum 1999 og 2000 eigi síðar en 15. mars 2001.