Ferill 165. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 424  —  165. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnheiði Snorradóttur, Ólaf Pál Gunnarsson, Bolla Þór Bollason og Björn Rúnar Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti og Þórð Jónasson og Sigurð Thoroddsen frá Lánasýslu ríkisins. Jafnframt barst minnisblað frá fjármálaráðuneyti og umsagnir frá Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóði, Verslunarráði Íslands, Sambandi íslenskra viðskiptabanka og Landsbanka Íslands.
    Frumvarpið er lagt fram vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins frá 14. júlí 2000 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núgildandi ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga um ríkisábyrgðir færi í bága við ákvæði EES-samningsins. Nefndin telur brýnt að lögunum verði breytt á þann veg að aðstaða lántakenda sem njóta ríkisábyrgðar á lánum verði jöfn, hvort sem lánveitendur eru innlendir eða útlendir.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir, Gunnar Birgisson og Hjálmar Árnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. nóv. 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.



Guðmundur Hallvarðsson.


Ögmundur Jónasson.