Ferill 190. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 540  —  190. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.



    Eftir að málið var afgreitt úr nefndinni bárust umsagnir frá Samtökum atvinnulífsins, Arkitektafélagi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Náttúruvernd ríkisins, Landvernd, Siglingastofnun, skipulagsfulltrúa Garðabæjar og skipulagsstjóra Hafnarfjarðar og Brunamálastofnun.
    Vegna umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem barst nefndinni eftir að umsagnarfresti lauk, ákvað nefndin að taka málið til frekari umfjöllunar. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga greinir m.a. að frumvarpið hafi árlega í för með sér aukinn útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin vegna afnáms árlegra greiðslna úr ríkissjóði til Skipulagsstofnunar. Fékk nefndin á sinn fund Ingimar Sigurðsson og Kristínu Lindu Árnadóttur frá umhverfisráðuneyti, Stefán Thors frá Skipulagsstofnun og Þórð Skúlason og Sigurð Óla Kolbeinsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á fundinum kom hins vegar fram að framlög úr skipulagsgjaldasjóði til sveitarfélaganna yrðu óbreytt og því muni ekki fylgja frumvarpinu útgjaldaauki fyrir sveitarfélögin.
    Nefndin stendur nú öll að afgreiðslu málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Ólafur Örn Haraldsson var fjarstaddur lokaafgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. des. 2000.



Kristján Pálsson,


varaform., frsm.


Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.



Gunnar Birgisson.


Jónas Hallgrímsson.


Jóhann Ársælsson,


með fyrirvara.



Þórunn Sveinbjarnardóttir,


með fyrirvara.


Kolbrún Halldórsdóttir,


með fyrirvara.