Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 564  —  310. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 2001.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og sent það til umsagnar allsherjarnefndar, félagsmálanefndar og menntamálanefndar. Umsagnir bárust frá meiri og minni hluta allsherjarnefndar, meiri hluta og 1. og 2. minni hluta félagsmálanefndar og meiri og minni hluta menntamálanefndar um einstaka þætti málsins.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að breyting verði gerð á frumvarpinu í samræmi við þá ákvörðun Alþingis, sem samþykkt var við 2. umræðu til fjárlaga, að greiða 20 millj. kr. til viðbótar í Endurbótasjóð menningarstofnana.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með því að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við 1. gr. Í stað fjárhæðarinnar „480 m.kr.“ komi: 500 m.kr.

Alþingi, 14. des. 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.


Kristinn H. Gunnarsson.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Gunnar Birgisson.


Hjálmar Árnason.