Ferill 350. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 579  —  350. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Pál Gunnarsson frá fjármálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði vegna fæðingarorlofs verði undanþegnar tryggingagjaldi. Hér er um að ræða aðlögun á lögum um tryggingagjald vegna nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof sem taka gildi um næstu áramót, en með þeim lögum verður sú breyting að fæðingarorlof ríkisstarfsmanna verður greitt úr Fæðingarorlofssjóði en ekki með launagreiðslum úr ríkissjóði eins og verið hefur. Undanþágan hefur ekki áhrif á rétt manna til atvinnuleysisbóta, en skv. 2. mgr. 14. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof reiknast fæðingarorlof til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, þar á meðal rétti til atvinnuleysisbóta.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson og Gunnar Birgisson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. des. 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.



Margrét Frímannsdóttir.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Ögmundur Jónasson.



Hjálmar Árnason.