Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 881  —  444. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2000, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Stefán Hauk Jóhannesson og Högna S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Hörð Lárusson frá menntamálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 88/2000, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.
    Með samþykkt tilskipunar 1999/42/EB sem lagt er til að verði felld inn í VII. viðauka EES-samningsins eru margar eldri tilskipanir felldar úr gildi og ákvæði þeirra sameinuð í einni tilskipun sem mun einfalda kerfið verulega.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Árni R. Árnason, Steingrímur J. Sigfússon og Jónína Bjartmarz voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 14. mars 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Jón Kristjánsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Einar K. Guðfinnsson.


Katrín Fjeldsted.