Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 909  —  581. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um frestun á verkfalli fiskimanna.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Grétar Mar Jónsson, Guðjón Ármann Einarsson, Benedikt Valsson og Aðalstein Valdimarsson frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Helga Laxdal og Guðmund Ragnarsson frá Vélstjórafélagi Íslands og Friðrik J. Arngrímsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
    Með frumvarpinu er lagt til að fresta verkfalli fiskimanna og tilsvarandi verkbanni útgerðarmanna sem hófst 16. mars sl. frá og með gildistöku laga þessara til 19. apríl nk. Fram kom í máli sjávarútvegsráðherra við 1. umræðu um málið að hann hygðist leggja fram breytingartillögu þess efnis að fresturinn standi til 1. apríl í stað 19. apríl eins og frumvarpið gerir ráð fyrir og styður meiri hlutinn þá tillögu. Þegar verkfallið hófst voru óveidd u.þ.b. 130 þús. tonn af loðnukvóta landsmanna. Má ætla að það samsvari allt að 1,5 milljarða króna í útflutningsverðmætum. Með frestun þeirri sem hér er lögð til er þess freistað að bjarga þessum verðmætum. Einnig er ljóst að verkfall á þessum tíma skaðar mjög vetrarvertíð og getur haft neikvæð afleiðingar á fiskmörkuðum okkar.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 19. mars 2001.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Kristinn H. Gunnarsson.



Vilhjálmur Egilsson.


Hjálmar Árnason.