Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 915  —  446. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2000, um breytingar á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Stefán Hauk Jóhannesson og Högna S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Helga Jóhannesson frá samgönguráðuneyti. Þá komu Guðjón Petersen frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Helgi Laxdal frá Vélstjórafélagi Íslands og Jónas Garðarsson frá Sjómannasambandi Íslands.
    Með þingsályktunartillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2000, um breytingar á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn. Með samþykkt tilskipunar 1999/63/EB sem lagt er til að verði felld inn í XVIII. viðauka EES- samningsins er stefnt að því að setja lágmarksreglur um skipulag vinnutíma á farskipum en hingað til hafa farmenn verið undanþegnir vinnutímaákvæðum ESB.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir og Einar K. Guðfinnsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.


Alþingi, 21. mars 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Jón Kristjánsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Árni R. Árnason.


Steingrímur J. Sigfússon.



Jónína Bjartmarz.