Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 916  —  429. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um aðild að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Heiðar Atlason frá utanríkisráðuneyti og Hrafnhildi Stefánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til þess að Ísland gerist aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja sem gerður var í Vínarborg 11. apríl 1980.
    Samningurinn mun í reynd koma í stað svonefndra Haagsamninga frá 1964 og er ætlað að verða eina réttarheimildin við úrlausn ágreiningsefna á sviði alþjóðlegra kaupa, enda geymir samningurinn skýrari og afmarkaðri reglur en nú gilda samkvæmt Haagsamningunum.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir og Einar K. Guðfinnsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.


Alþingi, 21. mars 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Jón Kristjánsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Árni R. Árnason.


Steingrímur J. Sigfússon.



Jónína Bjartmarz.













Prentað upp.