Ferill 313. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 957  —  313. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmálaráðuneyti og Erlend Gíslason frá Lögmannafélagi Íslands.
    Umsagnir hafa borist nefndinni frá Landssambandi lögreglumanna, Mannréttindaskrifstofu Íslands, laganefnd LMFÍ, dómstólaráði, Fangelsismálastofnun ríkisins og ríkissaksóknara.
    Með frumvarpinu er lagt til að refsimörk 1. mgr. 173. gr. a almennra hegningarlaga verði hækkuð úr allt að 10 árum í allt að 12 ár. Þá er lagt til að refsimörk 2. mgr. 264. gr. sömu laga verði til samræmis hækkuð úr allt að 10 árum í allt að 12 ár.
    Í ljósi þess að dómstólar hafa á síðustu árum nýtt refsimörk 173. gr. a nánast að fullu í alvarlegustu fíkniefnabrotum telur meiri hluti nefndarinnar nauðsynlegt að refsimörkin verði hækkuð og dómstólum þannig veitt frekara svigrúm til að ákveða þyngri refsingu ef til alvarlegri brota kemur. Jafnframt telur meiri hlutinn eðlilegt að refsimörk vegna peningaþvættis verði hækkuð til samræmis við hækkun refsimarka vegna fíkniefnabrota. Meiri hlutinn mælir því með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Hjálmar Jónsson og Sverrir Hermannsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. mars 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.



Jónína Bjartmarz.


Ólafur Örn Haraldsson.