Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1156  —  554. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason og Drífu Pálsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Lögmannafélagi Íslands og fjölskylduþjónustu kirkjunnar.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að fullgilda samkomulag sem gert var 6. febrúar 2001 um breytingar á samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð sem undirritaður var í Stokkhólmi 6. febrúar 1931. Ástæður breytinganna eru annars vegar að samræma norrænan sifjarétt og hins vegar að viðhalda norrænni réttareiningu á þessu sviði.
    Mælir nefndin með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kolbrún Halldórsdóttir, sem sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi, er samþykk afgreiðslu málsins.
    Jónína Bjartmarz, Lúðvík Bergvinsson og Ólafur Örn Haraldsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Alþingi, 30. apríl 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Katrín Fjeldsted.


Ásta Möller.



Hjálmar Jónsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.