Ferill 628. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1173  —  628. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breytingu á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður.

Frá allsherjarnefnd.


    
    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmálaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir frá borgarráði Reykjavíkurborgar og bæjarráði Mosfellsbæjar.
    Með frumvarpinu er lagt til að Alþingi samþykki með 2/ 3 atkvæða að mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður verði breytt í samræmi við samkomulag Reykjavíkur og Mosfellsbæjar frá 28. febrúar 2001.
    Mælir nefndin með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Sverrir Hermannsson og Ögmundur Jónasson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. maí 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.



Guðrún Ögmundsdóttir.


Ólafur Örn Haraldsson.


Lúðvík Bergvinsson.



Hjálmar Jónsson.


Jónína Bjartmarz.