Ferill 673. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1174  —  673. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Landhelgisgæslu Íslands, nr. 25 22. apríl 1967.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmálaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Landhelgisgæslu Íslands, Ríkiskaupum og Lögmannafélagi Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að fellt verði niður ákvæði laganna um að við smíði varðskips og í tilteknum tilvikum við viðhald þess sé ekki skylt að láta fara fram útboð á verkinu. Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemd við þetta ákvæði núgildandi laga og er frumvarpið lagt fram í kjölfar samkomulags við stofnunina.
    Mælir allsherjarnefnd með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Sverrir Hermannsson og Ögmundur Jónasson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. maí 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.



Guðrún Ögmundsdóttir.


Ólafur Örn Haraldsson.


Lúðvík Bergvinsson.



Hjálmar Jónsson.


Jónína Bjartmarz.