Ferill 643. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1183  —  643. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2001, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Stefán Hauk Jóhannesson og Högna S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Jónínu S. Lárusdóttur frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2001, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES- samninginn, og að fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2000/709/EB, um lágmarksviðmiðanir sem aðildarríkin skulu taka tillit til þegar þau tilnefna aðila í samræmi við 4. mgr. 3. gr. tilskipunar 1999/93/EB um ramma bandalagsins varðandi rafrænar undirskriftir.
    Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið þær viðmiðanir sem hafa ber í huga við mat á aðilum sem teljast bærir til að meta hvort undirritunarbúnaður telst öruggur samkvæmt tilskipun um rafrænar undirskriftir, en lög um rafrænar undirskriftir voru samþykkt frá Alþingi 27. apríl sl.
    Í III. viðauka framangreindrar tilskipunar er kveðið á um þau skilyrði sem búnaður þarf að uppfylla til að teljast öruggur samkvæmt tilskipuninni en samkvæmt 4. mgr. 3. gr. hennar skulu þar til bærar opinberar stofnanir eða einkaaðilar, sem aðildarríkin tilnefna, skera úr um það hvort undirskriftarbúnaður sé í samræmi við kröfurnar sem mælt er fyrir um í III. viðauka. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundum nefndarinnar liggur ekki enn fyrir hvaða stofnanir eða einkaaðilar hér á landi gætu talist bærir aðilar í þessu sambandi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Þórunn Sveinbjarnardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.


Árni R. Árnason.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.