Ferill 573. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1237  —  573. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um útsenda starfsmenn.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur frá félagsmálaráðuneyti, Ingvar Sverrisson frá Vinnumálastofnun, Hrafnhildi Stefánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands.
    Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá fjármálaráðuneyti, Alþýðusambandi Íslands, utanríkisráðuneyti, Tryggingastofnun ríkisins, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfestar verði meginreglur tilskipunar Evrópusambandsins um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja slíkum starfsmönnunum ákveðna lágmarksvernd sem vinnuveitanda þeirra ber að veita í móttökuríkinu. Í frumvarpinu eru m.a. þau lagaákvæði sem taka til þessara réttinda talin upp og munu þá þær stjórnvaldsreglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra jafnframt gilda gagnvart starfsmönnunum. Þá er lagt til að starfsmennirnir geti höfðað mál á hendur vinnuveitanda sínum hér á landi vegna vanefnda á skyldum samkvæmt frumvarpinu.
    Mælir nefndin með að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali. Lagt er til að heiti frumvarpsins verði breytt og texti þess lagfærður í samræmi við það, auk þess sem nefndin leggur til smávægilegar orðalagsbreytingar.

Alþingi, 9. maí 2001.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Kristján Pálsson.



Pétur H. Blöndal.


Drífa Hjartardóttir.


Jónína Bjartmarz.



Steingrímur J. Sigfússon.


Ásta R. Jóhannesdóttir.


Guðrún Ögmundsdóttir.