Ferill 573. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1238  —  573. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um útsenda starfsmenn.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „2. og 3. gr.“ í 1. mgr. komi: 2. gr.
                  b.      Við 1. mgr. bætist: sem starfar að jafnaði utan Íslands en er sendur tímabundið til starfa hér á landi.
     2.      Við 2. gr. Greinin falli brott.
     3.      Við 3. gr. er verði 2. gr.
                  a.      Í stað „2. gr.“ í 1. mgr. komi: 1. gr.
                  b.      Á eftir orðunum „í eigu“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: sömu.
     4.      Við 4. gr. er verði 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „án tillits til þess löggjöf hvaða ríkis gildir að öðru leyti um ráðningarsamband hans og hlutaðeigandi fyrirtækis“ í 1. mgr. komi: án tillits til erlendrar löggjafar sem að öðru leyti gildir um ráðningarsamband hans og hlutaðeigandi fyrirtækis.
                  b.      Við 3. tölul. 1. mgr. bætist: sbr. þó 11. gr. orlofslaga.
     5.      Við 5. gr. er verði 4. gr.:
                  a.      Í stað orðanna „3. gr.“ og „4. gr.“ í 1. mgr. komi: 2. gr., og: 3. gr.
                  b.      Orðið „útsendur“ í 3. mgr. falli brott.
     6.      Við 6. gr. er verði 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Starfsmaður erlends fyrirtækis, sbr. 1. gr., getur höfðað mál hér á landi vegna vanefnda vinnuveitanda á skyldum sínum samkvæmt ákvæðum 3. og 4. gr. laga þessara.
     7.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja.