Ferill 542. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1246  —  542. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (ArnbS, MS, KPál, PHB, DrH, GÖ, ÁRJ, JBjart).



     1.      Við 5. gr. Orðin „síðar og að jafnaði“ í 1. málsl. 2. mgr. e-liðar (54. gr.) falli brott.
     2.      Við 7. gr. Við síðari málslið 1. efnismgr. bætist: og vera háð samþykki þess.
     3.      Við 13. gr.
                  a.      1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Ef ákvæði laga þessara, eða reglna sem settar eru með stoð í þeim, eru brotin og ekki er farið að fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins innan þess frests sem veittur er til úrbóta getur það ákveðið, í stað þess að beita heimildum 84. og 85. gr. laga þessara, að sá eða þeir sem fyrirmælin beinast að greiði dagsektir þar til farið verður að þeim.
                  b.      Í stað orðanna „er heimilt að“ í síðari málslið 2. efnismgr. komi: skal m.a.
                  c.      Í stað orðanna „sjö daga“ í 1. málsl. 4. efnismgr. komi: 14 daga.