Ferill 345. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1254  —  345. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um tóbaksvarnir, nr. 74/1984, sbr. lög nr. 101/1996.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     1.      Við 6. gr. Á eftir orðinu „Tóbaki“ í 3. efnismgr. c-liðar komi: og vörumerkjum tóbaks.
     2.      Við 7. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra setur í reglugerð“ í 1. efnismgr. b-liðar komi: að fenginni umsögn Vinnueftirlits ríkisins.
                  b.      Í stað orðanna „fimm ára“ í 2. málsl. 3. efnismgr. b-liðar komi: fjögurra ára.
     3.      Við 8. gr. Orðin „af fremsta megni“ í 5. efnismgr. falli brott.
     4.      Við 9. gr.
                  a.      Við b-lið bætist nýr málsliður sem orðist svo: Skylt er að gefa þeim sem ekki reykja kost á reyklausum fangaklefum.
                  b.      D-liður falli brott.
     5.      Við 12. gr. Greinin orðist svo:
              Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „farþegarými almenningsfarartækja“ í 1. mgr. kemur: almenningsfarartækjum.
                  b.      Á eftir orðunum „milli landa“ í 2. mgr. kemur: án viðkomu á Íslandi.
                  c.      3. mgr. fellur brott.
     6.      Við 17. gr. 1. mgr. orðist svo:
                   Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 2001.