Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1268  —  708. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fjarskipti, nr. 107/1999.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin fjallaði um málið samhliða 707. máli, um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði í fjarskiptalög skýr heimild til handa Póst- og fjarskiptastofnun til að setja skilyrði í leyfisbréf rekstrarleyfishafa með umtalsverða markaðshlutdeild sem tryggja að leyfishafi uppfylli skyldur sínar samkvæmt lögunum og reglum settum með heimild í þeim, svo og leyfisbréfi. Með ákvæði því sem lagt er til að lögfest verði er unnt að tryggja fyrir fram að eigendur rekstrarleyfishafa með umtalsverða markaðshlutdeild framkvæmi nauðsynlegar fjárfestingar í grunnnetinu og öðrum fjarskiptakerfum svo að hann geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum og leyfisbréfi.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.


Alþingi, 11. maí 2001.

Árni Johnsen,

form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Guðmundur Hallvarðsson.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Magnús Stefánsson.