Ferill 627. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1303  —  627. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77 23. maí 2000.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
             a.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                         Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á því að vinnsla persónuupplýsinga uppfylli ávallt ákvæði 1. mgr.
             b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Meginreglur um gæði gagna og vinnslu.
     2.      Á eftir 2. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
    a.    (3. gr.)
                 Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
             a.      1. tölul. 1. mgr. orðast svo: hinn skráði hafi ótvírætt samþykkt vinnsluna eða veitt samþykki skv. 7. tölul. 2. gr.
             b.      Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                         Persónuvernd getur heimilað vinnslu persónuupplýsinga í öðrum tilvikum en greinir í 1. og 2. mgr. ef sýnt þykir að brýnir almannahagsmunir eða hagsmunir einstaklinga, þar með taldir hagsmunir hins skráða, krefjist þess. Skal þá ótvírætt að þörfin fyrir vinnsluna vegi þyngra en tillitið til þess að hún fari ekki fram. Getur Persónuvernd bundið slík leyfi þeim skilyrðum sem hún metur nauðsynleg hverju sinni til að tryggja hagsmuni hins skráða.
             c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Almennar reglur um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga.
    b.    (4. gr.)
                  Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
            a.    Í stað orðanna „Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga er óheimil nema einhver af eftirfarandi þáttum eigi við“ í 1 mgr. kemur: Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga er óheimil nema uppfyllt sé eitthvert af skilyrðum 1. mgr. 8. gr. og enn fremur eitthvert af eftirfarandi skilyrðum.
            b.    Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Sérstök skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga.
     3.      Við 6. gr.
       a.      1. málsl. 2. efnismgr. orðist svo: Hagstofa Íslands skal halda skrá yfir þá sem andmæla því að nöfn þeirra séu notuð í markaðssetningarstarfsemi, en Hagstofa Íslands setur nánari reglur um gerð og notkun slíkra skráa og hvaða upplýsingar skuli koma þar fram í samráði við Persónuvernd.
       b.      5. efnismgr. orðist svo:
                      Ábyrgðaraðila er heimilt að afhenda félaga-, starfsmanna- eða viðskiptamannaskrár til nota í tengslum við markaðssetningarstarfsemi. Þetta á þó aðeins við ef:
            1.    ekki telst vera um afhendingu viðkvæmra persónuupplýsinga að ræða,
                     2.    hinum skráðu hefur, áður en afhending fer fram, verið gefinn kostur á að andmæla því, hverjum fyrir sitt leyti, að upplýsingar um viðkomandi birtist á hinni afhentu skrá,
             3.    slíkt fer ekki gegn reglum eða samþykktum viðkomandi félags,
            4.    ábyrgðaraðili kannar hvort einhver hinna skráðu hefur komið andmælum á framfæri við Hagstofuna, sbr. 2. mgr., og eyðir upplýsingum um viðkomandi áður en hann lætur skrána af hendi.