Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1321  —  243. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um könnun á áhrifum fiskmarkaða.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og bárust umsagnir frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Samtökum uppboðsmarkaða, Landssambandi smábátaeigenda, Þjóðhagsstofnun, Verslunarráði, Samtökum fiskvinnslustöðva, Fiskistofu, Samtökum fiskvinnslu án útgerðar, Hafrannsóknastofnuninni, Byggðastofnun, Vélstjórafélagi Íslands og Starfsgreinasambandi Íslands.
    Nefndin bendir á að á fiskmörkuðum eru nú árlega seld um 90–100 þúsund tonn af bolfiski fyrir um 10 milljarða kr. Telur nefndin að fiskmarkaðir séu mikilvægir fyrir þróun sjávarútvegs á Íslandi og því mikilvægt að gerð sé vönduð úttekt á helstu álitamálum sem fram hafa komið í umfjöllun um fiskmarkaði og mikilvægi þeirra, til að mynda brottkasti, verðmyndun sjávarafla, tekjum útgerða og sjómanna, sérhæfingu í fiskvinnslu, nýtingu áður vannýttra fisktegunda, aðgengi fiskvinnslunnar að hráefni, erlendum mörkuðum fyrir sjávarafla og sjávarafurðir, flutningi á afla innan lands og byggðaþróun.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Árni Steinar Jóhannsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.


Alþingi, 8. maí 2001.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Jóhann Ársælsson.


Kristinn H. Gunnarsson.



Svanfríður Jónasdóttir.


Guðmundur Hallvarðsson.


Guðjón A. Kristjánsson.



Vilhjálmur Egilsson.


Hjálmar Árnason.