Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1388  —  521. mál.




Breytingartillaga


við frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1997, um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, með síðari breytingum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur.


    Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
         Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða:
     a.      (I.)
         Við sölu á hlutafé ríkissjóðs skv. 2. mgr. 6. gr. og hagræðingu sem henni fylgir innan Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. skal ráðherra beita sér fyrir því að eðlileg velta starfsmanna verði höfð í fyrirrúmi. Ráðherra skal jafnframt beita sér fyrir því að samið verði við starfsfólk um möguleika á starfsþjálfun og endurmenntun til að auðvelda aðlögun að nýrri tækniþróun og breytingum í bankakerfinu.
     b.      (II.)
         Áður en sala á hlutafé ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. skv. 2. mgr. 6. gr. er hafin skal leita álits og samþykkis Seðlabanka Íslands og Þjóðhagsstofnunar á því að aðstæður á fjármálamarkaði séu með þeim hætti að hyggilegt sé að ráðast í söluna.