Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 35/126.

Þskj. 1471  —  243. mál.


Þingsályktun

um könnun á áhrifum fiskmarkaða.


    Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðherra að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að gera úttekt á gildi fiskmarkaða fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnuþróun. Nefndin afli gagna, beri saman aðstæður og leggi þannig mat á áhrif fiskmarkaða, m.a. með tilliti til:
     1.      brottkasts,
     2.      verðmyndunar sjávarafla,
     3.      tekna útgerðar,
     4.      tekna sjómanna,
     5.      sérhæfingar í fiskvinnslu,
     6.      nýtingar áður vannýttra fisktegunda,
     7.      umgengni um og frágangs á afla um borð í fiskiskipum,
     8.      aðgengis fiskvinnslunnar að hráefni,
     9.      möguleika á nýliðun í fiskvinnslu,
     10.      erlendra markaða fyrir sjávarafla,
     11.      erlendra markaða fyrir sjávarafurðir,
     12.      verðs á útfluttum sjávarafurðum,
     13.      flutnings á afla innan lands,
     14.      stöðugleika í fiskvinnslu,
     15.      byggðaþróunar.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 2001.