Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1474  —  223. mál.




Breytingartillögur



við frv. til þjóðminjalaga.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Við 5. gr.
       a.      Á eftir orðinu „rannsaka“ í 1. mgr. komi: fornleifar og aðrar.
       b.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Til slíkra minja geta einnig talist hús sem hafa sérstakt gildi og hafa verið tekin á skrá húsasafns Þjóðminjasafns Íslands.
       c.      Fyrri málsliður 4. mgr. orðist svo: Í Þjóðminjasafni Íslands skulu varðveittir aflagðir kirkjugripir og þeir gripir sem þjóðminjavörður, Fornleifavernd ríkisins og forráðamenn kirkna eru sammála um að eigi sé ástæða til að hafa í kirkju lengur.
     2.      Við 8. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Minjaverðir skulu sinna málefnum húsaverndar í samvinnu við Húsafriðun ríkisins.
     3.      Við 9. gr. Í stað orðsins „búsetulandslag“ í a-lið 1. mgr. komi: menningarlandslag.
     4.      Við 11. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Leita skal umsagnar Fornleifaverndar ríkisins við úrskurði um mat á umhverfisáhrifum.
                  b.      Í stað 2. mgr. komi tvær málsgreinar, svohljóðandi:
                       Skylt er að fornleifaskráning fari fram áður en gengið er frá svæðisskipulagi, aðalskipulagi eða deiliskipulagi eða endurskoðun þess sem hér segir:
                      a.      Svæðisskipulag: Skrá er gerð yfir heimildir um fornleifar á svæðinu og þau minjasvæði tilgreind sérstaklega sem kanna þarf frekar út frá heimildum.
                      b.      Aðalskipulag: Gerð er yfirlitsskráning á fornleifum með vettvangskönnun og minjar staðsettar með GPS-tæki. Ef þess er óskað er gerð ítarlegri fornleifaskráning á svæðinu í heild eða afmörkuðum hlutum þess ef kostur er. Minjar verði staðsettar á stafrænum kortagrunni ásamt lágmarksupplýsingum um tegund, landareign, minjagildi og þess háttar.
                      c.      Deiliskipulag: Gerð er ítarleg fornleifaskráning og skýrsla gefin út að skráningu lokinni þar sem uppmæling, teikning og nánari lýsing fylgir hverri rúst.
                      Skal sá sem ber ábyrgð á skipulagsgerð í samræmi við skipulagslög standa straum af kostnaði við skráninguna.
     5.      Við 15. gr. 5. mgr. falli brott.
     6.      Við 20. gr. Í stað orðanna „Forstöðumaður Fornleifaverndar ákveður í samráði við Þjóðminjavörð“ í 1. mgr. komi: Þjóðminjavörður ákveður.
     7.      Við 22. gr. Greinin orðist svo:
                  Þjóðminjavörður heldur skrá skv. 20. gr. og Fornleifavernd ríkisins skv. 21. gr. og skulu þær látnar í té sóknarprestum, próföstum og sóknarnefndum sem hlut eiga að máli.