Barnaverndarlög

Þriðjudaginn 22. janúar 2002, kl. 15:43:54 (3429)

2002-01-22 15:43:54# 127. lþ. 57.1 fundur 318. mál: #A barnaverndarlög# (heildarlög) frv., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 127. lþ.

[15:43]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Frv. sem við ræðum hér kemur fram nánast óbreytt frá síðasta þingi. Eingöngu 43. gr. tók breytingum á milli þinga. Félmn. ákvað að taka málið til umfjöllunar í þinghléi í sumar og fékk fjölda aðila til að ræða það og átti ágæta vinnudaga þar sem farið var yfir efni frv. Hins vegar er margt órætt enn þá.

Ég ætla í sjálfu sér ekki að fara í efnislega umræðu um málið sem stendur heldur vil ég þakka fyrir góðar umræður og ábendingar sem komið hafa fram.

Í frv. eru nokkur álitaefni sem nefndin mun fara yfir í störfum sínum. Ég vildi eingöngu óska eftir góðu samstarfi nefndarmanna, sem ég veit að verður. Því hefur verið lýst yfir í umræðunni. Samstarfið þarf að vera gott þar sem þetta er býsna viðamikið efni og við verðum að ætla okkur góðan tíma í það.