Búnaðarlög

Þriðjudaginn 22. janúar 2002, kl. 18:07:07 (3458)

2002-01-22 18:07:07# 127. lþ. 57.5 fundur 350. mál: #A búnaðarlög# (erfðanefnd) frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 127. lþ.

[18:07]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Svar hæstv. landbrh. við spurningu minni veldur mér nokkrum vonbrigðum.

Fyrst verið var að fjölga í nefndinni úr fimm í sjö og tekið er fram að annar sé skipaður af landbrh. án tilnefningar, þá hefði kannski mátt segja það sama um hinn sem bætist við ef það er svona nauðsynlegt að umhvrn. eigi þarna hlut að máli. Ég hlýt að spyrja: Er þetta eitthvað skylt þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar eru um stefnumörkun í vísindum í landinu að ráðherrar komi að þeim í auknum mæli, sem hæstv. menntmrh. hefur verið að boða á þessum vetri? Er þetta vegna þeirra breytinga?