Forvarnasjóður

Miðvikudaginn 23. janúar 2002, kl. 14:05:08 (3475)

2002-01-23 14:05:08# 127. lþ. 59.2 fundur 352. mál: #A Forvarnasjóður# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 127. lþ.

[14:05]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Tómasar Inga Olrichs um störf fjárln. Ég er þingmanninum hjartanlega sammála enda sit ég í fjárln. Fjárln. styrkir mjög mörg brýn og góð verkefni og á sama hátt er verkefnið sem hér er til umræðu afar mikilvægt fyrir land og þjóð. Forvarnasjóður hefur unnið afar vel. Það kemur fram í ágætu svari hæstv. heilbrrh. Þar er um styrki að ræða til margra brýnna verkefna sem hafa komið sér vel.

Mér finnst hins vegar spurningin afar sérkennileg varðandi kynjaskiptingu, eins og það skipti höfuðmáli hverjir sitja í stjórnum viðkomandi verkefna, hvort það eru karlar eða konur. Gamalt máltæki segir: Það er sama hvaðan gott kemur. Ég tel að þessi verkefni séu afar brýn. Það var einmitt eitt af kosningaloforðum Framsfl. fyrir síðustu kosningar að verja 1 milljarði til forvarnastarfs. Hér erum við m.a. að því.