Könnun á vegum OECD á námsgetu skólabarna

Miðvikudaginn 23. janúar 2002, kl. 15:06:11 (3498)

2002-01-23 15:06:11# 127. lþ. 59.6 fundur 354. mál: #A könnun á vegum OECD á námsgetu skólabarna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 127. lþ.

[15:06]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda þessa fyrirspurn. Það er mjög mikilvægt að fram komi að hún gefur Íslandi góða einkunn, nema varðandi bestu börnin okkar.

Það er munur á fólki, herra forseti, og við gerum mikið fyrir þá sem eru hægfara í námi, mjög mikið. Þeir fá sérkennslu o.s.frv. Hinir sem eru bráðgerir, fá ekki neitt. Þeir verða fyrir fordómum, þeir verða fyrir einelti, þeir fá lélega sjálfsmynd og þeir eru verkefnalausir og fá námsleiða. Þeir fá ekki viðspyrnu og engan metnað.

Þetta er afskaplega slæmt og er illa farið með mikla auðlind þjóðarinnar því að þetta er það fólk sem ætti að skara fram úr og það er illa farið með þá einstaklinga líka sem verða fyrir einelti og lenda oft á villigötum vegna þess að þeim er ekki sinnt. Þess vegna vil ég að umræðan leiði til þess að menn sinni þessum hóp betur.