Loftferðir

Fimmtudaginn 24. janúar 2002, kl. 11:49:46 (3533)

2002-01-24 11:49:46# 127. lþ. 60.2 fundur 252. mál: #A loftferðir# (eftirlitsheimildir Flugmálastjórnar, flugvernd, gjöld o.fl.) frv., Frsm. meiri hluta GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[11:49]

Frsm. meiri hluta samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Síðasti ræðumaður, hv. þm. Jón Bjarnason, kom að því að það ætti ekki að vera metnaðarmál formanns samgn. að taka þetta út úr nefndinni með þeim hætti sem gert var. Það er rétt. Þetta er ekkert metnaðarmál formanns samgn. sem slíkt en það er metnaður meiri hluta samgn. að taka á því öryggismáli og þeim öryggisatriðum sem að flugmálum falla. Þess vegna þótti okkur ekki eðlilegt að vera að draga þetta mál á langinn. Flest það sem skiptir máli var komið fram frá þeim umsagnaraðilum sem við leituðum til. Við tókum tillit til fjölmargra atriða sem þar komu fram, og okkur þótti ekki eðlilegt að láta þetta mál liggja lengur en efni stóðu til í nefndinni.