Loftferðir

Fimmtudaginn 24. janúar 2002, kl. 11:52:18 (3535)

2002-01-24 11:52:18# 127. lþ. 60.2 fundur 252. mál: #A loftferðir# (eftirlitsheimildir Flugmálastjórnar, flugvernd, gjöld o.fl.) frv., Frsm. meiri hluta GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[11:52]

Frsm. meiri hluta samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda á að meðal umsagna sem okkur bárust eru umsagnir frá flugráði. Þar er formaðurinn starfandi flugstjóri og hann var með athugasemdir sem við tókum fullt tillit til. Ég vísa því til föðurhúsanna að meiri hluti samgn. hafi verið með einhvern flumbrugang við að taka málið út. Málið er grafalvarlegt. Það var ekki efni til að láta það liggja svo lengi í nefnd sem hér hefur komið fram hjá minni hlutanum. Ég bendi í nál., og ætla ekki að lesa það upp hér, á þá fjölmörgu aðila sem komu til okkar og þær umsagnir sem við fengum sem snertu málið sjálft, þ.e. lagasetninguna. Til þeirra athugasemda var tekið tillit. Ég vísa því til föðurhúsanna að það sé einhver flumbrugangur í öryggismálum íslenskra flugmálayfirvalda.