Loftferðir

Fimmtudaginn 24. janúar 2002, kl. 12:22:56 (3547)

2002-01-24 12:22:56# 127. lþ. 60.2 fundur 252. mál: #A loftferðir# (eftirlitsheimildir Flugmálastjórnar, flugvernd, gjöld o.fl.) frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[12:22]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að þetta sé komið a.m.k. aftur til 1. júní á síðasta ári, að ekki verði sem sagt gjaldtaka á þessu ári eins og getið var um, en ekki er getið um í fjárlögum.

Hins vegar vil ég geta þess að ekki er heldur heimild í fjárlögum núna til þess að endurgreiða helminginn af flugleiðsögugjaldinu, flugmiðaskattinum sem innheimtur var á síðasta ári. Ef það er því eins og hér hefur komið fram að þetta miðist við það þegar samgrh. gaf yfirlýsingu um mitt síðasta ár og var sammála okkur þingmönnum Samfylkingarinnar um að þetta væri óréttlát og vitlaus skattheimta og að leggja ætti hana af þá spyr ég hvort þess þurfi þá ekki. Ég sá þess ekki stað í fjárlögunum sem voru afgreidd fyrir jól að þar væri endurgreiðsluheimild --- ég geri ráð fyrir að þetta séu einar 15 milljónir --- endurgreiðsluheimild fyrir helminginn á síðasta ári.

Herra forseti. Ég tel hins vegar að endurgreiða ætti þennan skatt allan að fullu.