Samgönguáætlun

Fimmtudaginn 24. janúar 2002, kl. 14:44:00 (3564)

2002-01-24 14:44:00# 127. lþ. 60.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv., 385. mál: #A lagaákvæði er varða samgönguáætlun o.fl.# (breyting ýmissa laga) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[14:44]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það, ég hvet menn eindregið til þess að fletta upp á bls. 54, þar kemur þetta skýrt fram.

Ég sagði hins vegar í ræðu minni áðan að bifreiðaeigendur skiluðu rúmlega 11 milljörðum í tekjustofna sem renna sérstaklega í vegaframkvæmdir eins og kveðið er á um í vegalögum. Það getur vel verið að skattar á bifreiðaeigendur séu í heildina 16 milljarðar, en hinir sérmerktu tekjustofnar skiluðu 11,3 milljörðum. Af þeim fóru rúmlega 10 milljarðar í vegaframkvæmdir, þannig að af þeim voru teknar 800 millj. Þetta liggur alveg kristaltært fyrir. Þetta eru hinir mörkuðu tekjustofnar fyrir vegaframkvæmdir. Þó að það eigi nú kannski ekki að vera mitt hlutverk að upplýsa hæstv. vegamálaráðherra um þessa hluti, þá hef ég þetta bara frá fyrstu hendi. Það er hægt að fletta upp í fjárlögunum, það er hægt að hafa samband við undirstofnanir o.s.frv. Þetta liggur alveg fyrir. Svona er þetta. Það getur vel verið að það séu einhvers staðar meiri tekjur, en hinir mörkuðu tekjustofnar í vegaframkvæmdum skiluðu þessu og af því voru teknar 800 millj. og settar í annað, sjálfsagt í góð mál, sendiráð eða heilbrigðismál eða eitthvað. En þannig liggur þetta.