Afstaða Bandaríkjastjórnar gagnvart Palestínu

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:23:52 (3607)

2002-01-28 15:23:52# 127. lþ. 61.1 fundur 270#B afstaða Bandríkjastjórnar gagnvart Palestínu# (óundirbúin fsp.), ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:23]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. svörin. Mig langar samt að ítreka spurninguna, hvort hæstv. utanrrh. telji ekki fulla nauðsyn á því að ríkisstjórn Íslands beiti sér í þessu máli, láti rödd sína heyrast og hafi samband við stjórnvöld vestan hafs með þeim hætti sem á við.

Ég tel mjög mikilvægt að hafa í huga að ófriðurinn í Ísrael og Palestínu snýst fyrst og fremst í dag um hernámið sem hefur staðið í 35 ár á Vesturbakkanaum og í Gaza. Þó svo að ýmsum miður góðum og hyggilegum aðferðum sé beitt og ofbeldi sé beitt á báða bóga þá breytir það ekki þeirri staðreynd að enginn friður verður fyrir botni Miðjarðarhafs fyrr en hernáminu lýkur.