Fjarskiptasamband í Vestfjarðagöngunum

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:42:16 (3620)

2002-01-28 15:42:16# 127. lþ. 61.1 fundur 274#B fjarskiptasamband í Vestfjarðagöngunum# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:42]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Það er kannski ekki rétt hjá hv. þm. að gera lítið úr sveitasímanum. Hann þjónaði sínu hlutverki á sínum tíma. Hins vegar er alveg ljóst að sá öryggisbúnaður sem er í jarðgöngunum, Vestfjarðagöngunum, hefur takmarkanir. Það er alveg ljóst. M.a. þess vegna var ákveðið að fara yfir alla öryggisþætti þeirra jarðganga og gæta að því hvað þyrfti að lagfæra, hvað mætti betur fara til þess að fyllsta öryggis mætti gæta. Að þessu er unnið. Búið er að halda æfingu í göngunum og þess er að vænta að tillögur berist innan tíðar um þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að hafa í frammi, m.a. hvað varðar fjarskiptabúnaðinn.