Opnun Þjóðminjasafnsins

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:48:44 (3625)

2002-01-28 15:48:44# 127. lþ. 61.1 fundur 275#B opnun Þjóðminjasafnsins# (óundirbúin fsp.), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:48]

Mörður Árnason:

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa kennslustund. Það kemur í ljós að hæstv. ráðherra er ekki hreinskilinn í svörum sínum. Það passar ósköp einfaldlega ekki saman; það sem hann sagði í Silfri Egils í gær og þær fréttir sem ég hef lesið í Morgunblaðinu. Það er þannig. Það sem Morgunblaðið segir, þ.e. svar þess við spurningunni: ,,Hver sagði það? Hver hefur nokkurn tíma sagt það?`` er þetta: Ríkisstjórnin sagði það. Formaður þjóðminjaráðs sagði það. Og Björn Bjarnason sagði það.

Það er rétt í framhaldi af þessu þannig að ég haldi mig innan mínútunnar að spyrja hann út það sem ég sá í gönguferð minni í morgun á skilti við Þjóðminjasafnið. Þar stendur:

,,Stefnt er að því að opna húsið með nýjum sýningum þann 1. desember 2002.``

Þetta er ekki eftir honum haft. En ætlar hann þá að beita sér fyrir því að þessu verði breytt? Og hvaða texti verður þá settur í staðinn? Hvað ætlar hæstv. menntmrh. að setja í staðinn?