Opnun Þjóðminjasafnsins

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:51:20 (3628)

2002-01-28 15:51:20# 127. lþ. 61.1 fundur 275#B opnun Þjóðminjasafnsins# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:51]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Nákvæmni þingmannsins er ekki mikil. Að sjálfsögðu hafa margir menn komið inn í safnahúsið síðan 1998, allir þeir sem hafa unnið að endurbótum á húsinu, allir þeir sem hafa verið að skipuleggja þar nýjar sýningar og búa húsið undir að geta sinnt hlutverki sínu með fullkomnum hætti. Þetta fólk hefur verið að vinna þarna og það hefur unnið í samræmi við áætlanir og þær fjárveitingar sem fyrir hendi eru. Er hv. þm. að leggja til að við förum út fyrir þær áætlanir sem þingið setur okkur varðandi nýtingu á opinberu fé? Hvers er hv. þm. að krefjast af mér? Að ég gangi fram í þessu máli án þess að ég hafi þær fjárheimildir sem eru nauðsynlegar til að ljúka verkinu?